Það hefur verið óvenjuhljótt á síðunni að undanförnu en ég get glatt lesendur með því að það er fjöldi víndóma sem bíða birtingar, og má því búast við smá lífsmarki hér á næstunni.
Ég held áfram að fjalla um vínin frá Valquejigoso og nú er komið að aðeins stærra víni, sem kallast V2 (flaggskipið er auðvitað V1). V2 er að mestu leyti Cabernet Sauvignon og Syrah, en einnig Negral, Petit Verdot, Cabernet Franc og Merlot.
Valquejigoso V2 2008 er dökkrautt á lit, unglegt með fallega tauma og góða dýpt. Í nefinu finnur maður sólber, leður, vindla, pipar og mynta. Í munni er vínið mjög tannískt og það er góð sýra, fínn ávöxtur, kryddað bragð – leður, kirsuber og pipar – og góð fylling en bragðið dofnar hins vegar fljótt og eftirbragðið pínu dauft. Vínið vegur salt á milli þess að fá 4 og 4,5 stjörnur en nær þó að skríða upp í 4,5. Með betri endingu hefði vínið getað gælt við 5 stjörnur. Aðeins í dýrari kantinum (10.000 kr)
Vínsíðan
Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]