Vinhús Taittinger á sér nokkuð langa sögu, aftur til ársins 1734, en nafn Taittinger tengdist þó ekki kampavínsgerð fyrr en árið 1932 þegar Pierre Taittinger keypti Chateau de la Marquetterie. Taittinger Brut Reserve hefur nokkuð hlutfall Chardonnay í sinni blöndu – 40% – en flest kampavín eru í kringum 30% nema þau séu blanc de blancs, eða hreint Chardonnay, eins og flaggskip Taittinger, Comtes de Champagne (eitt af örfáum árgangskampavínum sem fást í Vínbúðunum)
Taittinger Brut Reserve er gullið á lit, freyðir vel. Í nefinu finnur maður góða angan af möndlum, mandrarínum og ferskjum. Í munni er góð sýra, möndlur, nektarínur og límónur. Mjög góð kaup (5.999 kr).
Vínsíðan
Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]