Moët et Chandon Brut

Moët & Chandon vínhúsið á sér langa sögu sem nær allt til ársins 1743.  Kampavín Moët & Chandon hafa löngum verið kennd við glitter og glamúr – „She keeps a Moët et Chandon in her pretty cabinet“ sungu Freddy Mercury og félagar árið 1974 og enn í dag er ákveðinn glans yfir þessu þekkta merki.  Þetta kampavín er eitt hið vinsælasta á Íslandi og skyldi engan undra, enda feiknagott vín á ferðinni.
Moet & Chandon Brut Imperial er strágult, freyðir vel.  Í nefinu eru gul epli, möndlur og apríkósur.  Í munni er mikil kolsýra, þurrt, möndlur og smá hunang, eik, aðeins beiskt í lokin.  MJög góð kaup (6.690).

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook