Vínhús Gosset í Champagne er elsta víngerðin sem enn er starfandi í Champagne. Í fyrstu framleiddi víngerðin þó aðeins hefðbundin rauðvín og hvítvín, en eftir því sem kampavínsgerð efldist fór Gosset að leggja að leggja meiri háherslu á gerð kampavína og að lokum lagðist önnur framleiðsla af. Brut Excellence er grunnvín vínhússins, gert úr Pinot Noir (45%), Chardonnay (35%) og Pinot Meunier (20%).
Gosset Brut Excellence er strágult á lit, freyðir vel. Í nefinu eru græn epli, sítrus, eik og smá möndlur. Í munni freyðir vínið ágætlega, er þurrt og hefur þægilegan keim af sítrus, eplahýði, perum og möndlum. Elegant vín. Mjög góð kaup (3.999 kr – ódýrasta kampavínið í Vínbúðunum og vel þess virði að kaupa).
Vínsíðan
Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]