Vínhús Clicquot var eitt hið fyrsta að búa til rósakampavín, en í fyrstu var rauðvíni bætt út í kampavínið fyrir seinni gerjunina. Í dag er vínið enn framleitt á sama hátt, þ.e. um 12% blöndunnar er rauðvín sem er sérstaklega framleitt til þess að nota í þessa kampavínsgerð. Rósakampavínið Clicquot er að jafnaði tæplega helmingur Pinot Noir, fimmtungur Pinot Meunier og þriðjungur Chardonnay.
Veuve Clicquot Rose Champagne er fallega laxableikt á lit, með daufan ilm af blómum (rósum) og ristuðu brauði. Í munni er góð sýra og vínið freyðir vel, með þægilegan keim af greipaldin og engifer, flauelsmjúkt og það vottar fyrir fíngerðum rósatónum. Hentar vel með túnfiski, reyktum laxi, rækjum og önd. Tekur aðeins í veskið (7.999 kr)
Vínsíðan
Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]