Austurríkismenn kunna þá list að gera góð hvítvín, einkum úr Grüner Veltliner og Riesling. Þeir kunna reyndar líka að gera góð rauðvín, en rauðu þrúgurnar sem algengastar eru í Austurríki eru ekki jafn algengar í öðrum löndum (Blaufränkisch, Zweigelt og Blauer Portugieser). Um daginn fjallaði ég um Grüner Veltliner frá Weingut Frank og hér er komið prýðilegt Riesling frá sama framleiðanda.
Weingut Frank Riesling 2015 er fölgult á lit, unglegt. Í nefinu er fínn sítruskeimur, steinefni, ferskjur oggræn epli. Í munni er góð sýra, vínið er örlítið sætt, með fínan sítruskeim og ágæta fyllingu. Hentar vel með skelfiski, fiskréttum, sushi eða bara eitt og sér. Góð kaup (2.098 kr).
Vínsíðan
Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]