Í La Mancha á Spáni rekur víngerðarmaðurinn Alejandro Fernàndez víngerð sína og framleiðir gæðavín úr Tempranillo. Eitt þeirra er El Vinculo frá samnefndri víngerð (Bodega) sem liggur á bökkum Duero-árinnar. Þó svo að Fernàndez hafi lengi verið að, þá er El Vinculo tiltölulega ung víngerð (stofnuð 1999).
El Vinculo La Mancha Crianza 2006 er gert úr þrúgunni Tempranillo, og er látið liggja 16 mán á amerískri eik áður en það fer á flöskur. Það er kirsuberjarautt á lit, orðið nokkuð þroskað að sjá. Í nefinu eru sólber, útihús og krydd. Í munni eru mjúk tannín, ágætur ávöxtur, eikað eftirbragð en vínið vantar fyllingu og er komið á seinni helminginn (2-3 ár eftir). Engu að síður góð kaup (1.975 kr).
Vínsíðan
Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]