Jólasveinavín?

Víngerðin Bodegas Castano er staðsett í héraðinu Yucla í Murcia á Spáni.  Þar nýtur Monastrell-þrúgan sín vel eins og sést meðal annars í víninu Hecula sem ég fjallaði um fyrr í haust.  Hér er komið annað ágætis vín frá þessum sama framleiðanda sem byggir á þrúgunni Monastrell (90%) en einnig er í henni Garnacha Tintorera (10%).  Vínið er látið liggja í 10 mánuði á tunnum úr franskri og amerískri eik, áður en það er svo sett á flöskur.
Castano SantaCastano Santa 2013 er dökk-kirsuberjarautt á lit, sæmilega djúpt, unglegt.  Í nefinu eru sólber, rifsber, plómur, leður, pipar og vanilla (ameríska eikin).  Í munni eru nokkuð hörð tannín, ágæt sýra, smá tóbak og súkkulaði í eftirbragðinu.  Prýðisgott vín.

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook