Doganella 2014

Í hjarta Maremma í suðurhluta Toscana á Ítalíu eru vínekrur Doganella, sem nú er í eigu Tommasi fjölskyldunnar.  Þar eru þrúgurnar ræktaðar á lífrænan hátt, og í vínið sem hér er fjallað um fara þrúgurnar Sangiovese og Merlot.  Að lokinni gerjun er vínið látið liggja í 6 mánuði á tunnum úr slavónskri eik.
Tommasi Doganella 2014Tommasi il tinto rosso Doganella 2014 er kirsuberjarautt á lit, ungt með sæmilega tauma.  Í nefinu eru hindber, kirsuber, pipar, leður og fjólur.  Í munni eru ágæt tannín, vottur af anís og plómum, ágæt sýra og í eftirbragðinu er smá lakkrís. Hentar ágætlega með grillmat, ostum, eða bara sem fordrykkur.  Ágæt kaup (2.499 kr).

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook