Vínklúbbsfundur!

Vínklúbburinn hélt nýlega annan fund þessa vetrar og samkvæmt venju voru ákaflega spennandi og flott vín sem klúbbmeðlimir spreyttu sig á.
Faustino I Gran Reserva RiojaFyrsta vín kvöldsins var fallega rautt vín með góðan þroska og flotta tauma.  Í nefinu var áberandi eik, ásamt vanillu, jarðarberjum, sólberjum og kryddum.  Í munni voru mikil tannín en vínið samt silkimjúkt, en þó frekar lokað bragð.  Eftirbragðið þurrt með sæmilegum ávexti.  Vínklúbburinn ákvað að gefa þessu víni 88 stig, sem gerir u.þ.b. 4 stjörnur.  Við gátum rétt til að hér væri spánverji á ferð, en við vorum nokkuð langt frá aldrinum – töldum þetta geta verið 2007-2008, en það reyndist nærri 10 árum eldra, því hér var um að ræða Faustino I Gran Reserva Rioja 1999. Athugið að sá árgangur sem nú er til sölu í Vínbúðunum er 2001, sem er einnig firnagóður, en Faustino I er yfirleitt mun eldri en önnur Gran Reserva-vín sem eru á boðstólum á hverjum tíma.

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook