Primitivo frá Pugliu

Víngerðin Masseria Surani í Manduriu í  Pugliu er í eigu Tommasi-fjölskyldunnar, og frá víngerðinni koma ágæt vín úr þrúgunni Primitivo.  Primitivo mun vera sama þrúga og Zinfandel, sem er vinsæl í Kaliforníu.  Vínið Heracles er hreint primitivo-vín og er látið liggja í 10 mánuði á eikartunnum áður en það eru svo sett á eikartunnur.
Surani HeraclesMasseria Surani Primitivo Heracles 2014 er dökk-kirsuberjarautt á lit, unglegt. Í nefinu eru kirsuber, pipar og smá lakkrís, en lyktin er frekar lokuð.  Í munnu eru kirsuber, mild tannín og rífleg sýra, ágætt jafnvægi en skortir aðeins fyllingu. Hentar vel með kjöti og þroskuðum ostum.  Kostar 2.399 kr í Fríhöfninni, sem er kannski fullríflegt.

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook