Góð nýting á góðum þrúgum

Ripasso-vín eru gerð úr þrúgum sem hafa verið notaðar áður við gerð amarone – stórfenglegra vína frá Valpolicella.  Þrúgurnar heita Corvina, Rondinella og Corvinone (venjulega er þriðja þrúgan Molinara í Valpolicella-vínum), og að lokinni gerjun er vínið látið liggja 15 mánuði á stórum tunnum úr Slavonskri eik.  Þetta vín hefur verið að fá 88-90 stig undanfarin ár hjá Wine Spectator og fleiri víngagnrýnendum
Tommasi RipassoTommasi Valpolicella Ripasso 2014 er kirsuberjarautt á lit, unglegt, með angan af dökkum kirsuberjum, fíkjum og kryddi, einkum svörtum pipar.  Í munni eru þægileg tannín, ágæt sýra, keimur af rúsínum og kirsuberjum, og vínið hefur góða fyllingu og eftirbragð sem endist vel.  Hentar vel með dökku og ljósu kjöti, villibráð og ostum. Góð kaup (3.199 kr).  Þetta vín hlaut Gyllta glasið 2016.

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook