Hvít Júlía

Síðast sagði ég ykkur frá Romeo, rauðu Valpolicella, og hér er svo Júlía komin, gerð úr Pinot Grigio, Chardonnay og Garganega.  Vínið er látið gerjast í stáltönkum og er því frísklegt og laust við allan eikarkeim.
Tommasi GiuliettaTommasi Giulietta 2014 er fölgult á lit, með angan af perum, melónum, hunangi og sítrus.  Í munni finnur maður snarpa sýru, sítrus, melónur og smá ferskjur.  Það vantar hins vegar allan skrokk í vínið og það virkar pínu þunnt.  Þokkaleg kaup (1.899 kr).

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook