Sagan um Rómeó og Júlíu gerist, líkt og allir vita, í Veróna á Ítalíu. Frá svipuðum slóðum (Valpolicella) kemur vínið Rómeó, gert úr hefðbundum þrúgum héraðsins (Corvina, Rondinella og Molinara).
Tommasi Valpolicello Romeo 2014 er ljóskirsuberjarautt á lit, ungt og með litla dýpt. Í nefinu finnur maður hindber, mynta og hvítan pipar. Í munni eru áberandi tannín, fullmikil sýra og vínið er frekar stramt og þurrt. Hindberin ná þó að gægjast í gegnum þessa miklu sýru og gerir eftirbragðið þægilegra. Líklega er hægt að gera betri kaup á þessu verði (1.899 kr).
Vínsíðan
Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]