Yndisvín

Appassionato-línan frá Tommsi telur rautt, hvítt og rósavín.  Appassionato þýðir ástríðufullt og almennt notað til að lýsa tónlist (eða hvernig leikið skal eftir nótum á ástríðufullan hátt).  Hvítvínið nefnist Adorato, eða það sem dáð, og er gert úr þrúgunni Garganega, græn þrúga sem einkum er ræktuð í norðurausturhéruðum Ítalíu – Veróna og Veneto, og er m.a. undirstaðan í hvítvínunum frá Soave.
Tommasi Appassionato AdoratoTommasi Appassionato Adorato 2015 hefur gylltan lit, með angan af suðrænum ávöxtum og hunangi. Vínið er þurrt í munni en þó vottar aðeins fyrir sætu hunangsbragði og í eftirbragðinu finnur maður þægilegan möndlukeim.  Hentar vel með fiski, ljósu fuglakjöti og risotto.  Ágæt kaup (2.199 kr).

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook