Gæðavín á góðu verði

Rafael heitir vínekra Tommasi-fjölskyldunnar í Valpolicella Classico Superiore, þar sem vaxa hefðbundnar þrúgur héraðsins – Corvina, Rondinella og Molinara – sem síðan eru notaðar í samnefnt einnar-ekru vín.  Fyrir nokkrum árum var þetta hálf þunnt og óspennandi vín, en það hefur á undanförnum áratug tekið miklum framförum líkt og mörg önnur vín frá þessu héraði, og er nú orðið stöðugt 4 stjörnu vín.
Tommasi Rafael 2014Tommasi Rafaél Valpolicella Classico Superiore 2014 er dökkkirsuberjarautt á lit, með ágæta dýpt, ungt, fínir taumar.  Í nefinu finnur maður fjólur, plómur og skógarber, smá lakkrís og krydd.  Ágæt tannín, hófleg sýra og góð fylling, kryddað með góðu berjabragði.  Hentar vel með hörðum ostum, ljósu og rauðu kjöti. Góð kaup (2.599 kr).

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook