Gott Chardonnay frá Ástralíu

Um daginn sagði ég ykkur frá ágætum vínum frá Moss-bræðrum við Margaret River í Vestur-Ástralíu.  Ég átti hins vegar eftir að segja frá besta víninu af þeim 3 sem ég prófaði, en það er auðvitað Chardonnay.
moss-chardonnay-litilMoss Brothers Margaret River Chardonnay 2016 er strágult á lit og fallegt í glasi, ágætir taumar.  Í nefinu eru nokkuð áberandi perur, eik, sítrus og cantaloupe-melónur. Sítrónu- og eikarkeimurinn kemur líka vel fram í bragðinu, þar eru líka smá steinefni, góð fylling og gott jafnvægi, vel gert hvítvín.

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook