Þrúgurnar í Le Rosse koma allar af samnefndri vínekru Tommasi-fjölskyldunnar í Valpolicella Classico. Vínið er látið þroskast í 4 mánuði í stáltönkum áður en því er tappað á flöskur. Það fer aldrei á eikartunnur og er því laust við allt eikarbragð, en er i staðinn frísklegt og snarpt í munni.
Tommasi Pinot Grigio Le Rosse 2015 er ljóssítrónugult á lit, með angan af perum, sítrus, smá steinolíu og suðrænum ávöxtum. Í munni er perubragðið og sítrusbörkurinn áberandi en einnig vottar fyrir grænum eplum, melónu og smá kryddi, jafnvel örlitlu hunangi. Góð kaup (2.299 kr). Fer vel með fiski, smáréttum og austurlenskum mat. Ég var ekki alveg ákveðinni í því hvort ég ætti að gefa víninu 3,5 eða 4 stjörnur en sveiflaðist á endanum yfir á 4 stjörnur.
Vínsíðan
Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]