Litlu vínin eru ekki alltaf svo lítil

Síðast sagði ég ykkur frá Brunello-vínunum frá Montalcino, og fjallaði svo um Brunello frá Casisano.  „Litlu“ vínin frá Montalcino-héraði kallast einfaldlega Rosso og það eru ekki gerðar jafn strangar kröfur um geymslutíma (minnst 6 mánuðir á eikartunnum og samtals minnst 1 árs geymsla áður en sala er leyfð).
Casisano Rosso 2014Casisano Rosso di Montalcino 2014 er kirsuberjarautt á lit, unglegt með sæmilega dýpt.  í nefinu eru rauð ber, plómur, krydd og það fer lítið fyrir eikinni.  Í munni eru sæmileg tannín sem eru aðeins farin að mýkjast, ágæt sýra og góð fylling.  Gott berjabragð með smá tóbaki og plómum, mjúkt og þægilegt eftirbragð.  Hentar vel með kjötréttum og hörðum ostum. Ágæt kaup (2.999 kr).

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 1 Meðaltal: 4]

Vinir á Facebook