Héraðið Alentejo í suðurhluta Portúgal hefur löngum verið þekkt fyrir korkinn sem þar vex og er meðal annars notaður í korktappa. Í seinni tíð hefur héraðið einnig verið að komast á kortið fyrir léttvínin sín. Í hillum vínbúðanna má finna tvö rauðvín frá Alentejo. Annað þeirra er Cortes de Cima, sem gert er úr þrúgunum Syrah, Aragonez (Tempranillo), Petit Verdot og Touriga Nacional.
Cortes de Cima 2012 er kirsuberjarautt á lit, unglegt. Í nefinu finnur maður svartan pipar, bláber, negul, vanillu og eik. Í munni kemur dálítið súr hratkeimur, mikið berjabragð með ágætri fyllingu, en eftirbragðið er aðeins snubbótt. Hentar vel með rauðu kjöti, einkum grilluðu. Kannski aðeins í dýrari kantinum miðað við gæði (2.749 kr í Vínbúðunum).
Vínsíðan
Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]