Annað gott frá Moss-bræðrum

Í síðasta pistli fjallaði ég lítillega um Margaret River í Vestur-Ástralíu og Cabernet-Merlot frá Moss-bræðrum.  Hér er komið annað vín frá sömu víngerð, gert úr Sauvignon Blanc og Semillon, og þetta er líka fyrsta vínið sem ég prófa sem er frá árinu 2016.
moss-sauv-bla-semMoss Brothers Margaret River Sauvignon Blanc Semillon 2016 er ljósstrágult á lit, með angan af sólberjalaufum (kattahland), perum, hunangi, ástaraldinum, sítrónuberki og grasi.  Í munni er vínið þurrt, með góða sýru og þægilegan keim af kiwi, perum, ástaraldinum og grænum berjum.  Ágætt eftirbragð.  Prýðilegt sumarvín sem hentar vel með ljósu kjöti, fiski og salati, eða bara sem fordrykkur.

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook