Gott Garnacha!

Somontano („undir fjallinu“ heitir hérað Spánarmegin við rætur Pyreneafjalla, en svo heitir fjallgarðurinn á landamærum Frakklands og Spánar.  Somontano tilheyrir Aragon-sýslunni, sem er við hliðina á Katalóníu.  Víngerð á sér langa sögu í Somontano og nær aftur til Rómaveldis.  Algengast er að notast sé við þrúgurnar Tempranillo og Garnacha, en einnig eru heimaþrúgurnar Moristel og Parraleta notaðar til íblöndunar, og þá er einnig leyfilegt að nota Cabernet Sauvignon, Merlot, Syrah og Pinot noir. Vín dagsins er gert úr Garnacha, ásamt smávegis af Syrah og Parraleta, og hefur fengið að liggja 8 mánuði á tunnum úr franskri eik.
La Miranda Secastilla GarncahaLa miranda secastilla garnacha 2014 er rúbinrautt á lit, unglegt.  Í nefinu eru áberandi skógarber, mynta, leður og smá anís. Í munni eru þessi sömu skógarber, mjúk tannín, smá eikarkeimur og vottar fyrir smá hrati í lokin. Gott með grillmat og Tex-Mex, einnig pasta og ostum.  Góð kaup (1.999 kr).

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook