Hvítt Modello

Í gær fjallaði ég um rauðvínið Modello delle Venezie frá Masi.  Vín dagsins er hvítvínið í sömu línu, sem er að mestu gert úr Pinot Grigio, ásamt nokkrum öðrum hvítum þrúgum sem teljast einkennandi fyrir Veneto-hérað.  Þessi vín eru ekki ætluð til geymslu heldur eru þau tilbúin til neyslu og endast líklega ekki lengur en 2-4 ár, eða svo.  Engu að síður eru mjög góð kaup í þessari línu því vínin eru á mjög góðu verði miðað við sambærileg vín.
masi modello hvíttMasi Modelle delle Venezie Bianco 2015 er föl-strágult á lit, með örlitla græna slikju.  Í nefinu er þægilegur blómailmur ásamt sítrus, gulum eplum og smá möndlukeim.  Í munni er vínið þurrt og frísklegt í munni, með sítrus- og eplakeim í eftirbragðinu.  Gott matarvín sem hentar vel með pasta, risotto, fiskréttum og salati, eða bara sem fordrykkur. Mjög góð kaup (1.780 kr).

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook