Valpolicella heitir svæði á norður-Ítalíu, nánar tiltekið í Verona austan við Garda-vatnið. Margir kannast eflaust við nafnið, enda nokkur vín frá þessu svæði til sölu í hillum Vínbúðanna. Vínin skiptast reyndar í nokkra gæðaflokka og neðst í þessum gæðaflokki er Valpolicella Classico. Þetta eru nokkuð létt og ljós rauðvín sem henta vel með pasta, ljósu kjöti og grænmeti. Undirstaðan í þessum vínum er venjulega þrúgan Corvina og algengt er að Molinara og Rondinella ásamt fleiri tegundum sé blandað í þessi vín.
Masi Valpolicella Classico Bonacosta 2015 er gert úr þrúgunum Corvina, Rondinella og Molinara. Það er ljósrautt, með angan af jarðarberjum, ferskum kryddjurtum og skógarbotni. Í munni er það þurrt, með góðri sýru, ágæta fyllingu, létt og þægilegt vín með þægilegum kirsuberjakeim og vanillu í eftirbragðinu. Ágæt kaup (2.190 kr).
Vínsíðan
Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]