Síðasta freyðivínið sem fjallað er um í þessari maraþonumfjöllun um freyðivínin í Vínbúðunum er enn eitt Cava frá Spáni. Það er gert úr hinum hefðbundnu cava-þrúgum xarello, macabeo og parellada, ásamt chardonnay. Það er orðið algengara að chardonnay sé bætt í cava til að bæta bragð og fyllingu vínsins, og það skilar sér vel í þessu ágæta freyðivíni.
Mont Marcal Cava Brut Reserva er ljósgullið á lit og freyðir vel. Í nefinu finnur maður daufa eikartóna, sítrusbörk, epli og smá ananas. Í munni er vínið þurrt, freyðir vel með góða kolsýru, sítrus-, eikar- og eplatónar, með ágæta fyllingu. Góð kaup (1.999 kr).
Vínsíðan
Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]