Fresita freyðivín með jarðarberjum

Í hillum Vínbúðanna er eitt freyðivín sem sker sig nokkuð frá hinum, en það er Fresita frá Chile.  Þetta vín er freyðivín gert úr Chardonnay, Sauvignon Blanc og Muscatel, og síðan er jarðarberjasafa bætt út í (fresa er spænska heitið á jarðarberi).  Útkoman er sætt freyðivín með jarðarberjabragði.
FresitaFresita er jarðarberjarautt á lit (nema hvað), freyðir vel, með sæta angan af jarðarberjum.  Í munninn kemur sætt og frísklegt jarðarberjabragð, góð kolsýra, aðeins sætt vín.  Þægilegt sem sumarlegur fordrykkur eða sem veisludrykkur sem hentar flestum. Ágæt kaup (1.498 kr).

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook