Prosecco hefur lengi verið í uppáhaldi hjá mér enda gerir maður yfirleitt góð kaup í þeim. Það sama á við um vínið sem hér um ræðir, sem kemur frá Treviso (allt prosecco kemur frá Norður-Ítalíu).
Cantine Maschio Prosecco Treviso Extra Dry er fölgult á lit, freyðir vel í glasi. Í nefinu finnur maður kolsýru, greipaldin og perur. Í munni er góð kolsýra, tónar af greipaldin, perum og maður finnur líka smá hunangsmelónu í lokin. Góður fordrykkur, gengur með salati og léttum fiskréttum. Mjög góð kaup (1.798 kr).
Vínsíðan
Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]