Prosecco eru ítölsk hvítvín sem geta verið allt frá því að vera venjuleg hvítvín (tranquillo) yfir í freyðivín (spumante). Þar á milli eru létt freyðandi vín sem kallast frizzante, en flest eru vínin spumante. Prosecco DOC nær yfir 9 héruð í Veneto og Friuli. Vínin eru gerð úr þrúgunni Glera, en má innihalda allt að 15% af þrúgunum Verdiso, Bianchetta Trevigiana, Perera, Glera lunga, Chardonnay, Pinot Bianco, Pinot Grigio og Pinot Nero.
Lamberti Prosecco Extra Dry DOC telst vera spumante og er framleitt með Charmat-aðferðinni (gerjar undir þrýstingi). Það freyðir ekki mikið, er föl-strágult á lit, með angan af gulum eplum og smá eikartónum. Í munni vottar aðeins fyrir sætum eplakeim, en vínið er dálítið snubbótt og einfalt, og það er eflaust hægt að finna betra Prosecco á betra verði í Vínbúðunum (þetta kostar 1.999 kr).
Vínsíðan
Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]