Pata Negra hefur átt góðu gengi að fagna undanfarin ár og sent frá sér hvert gæðavínið á fætur öðru. Fremst í flokki er hið frábæra Rioja Reserva 2010 sem fékk frábæra dóma og vakti mikla lukku hjá mér og öðrum sem kunna að meta spænsk vín. En eins og góðum spænskum vínframleiðanda sæmir þá gerir Pata Negra einnig Cava freyðivín.
Pata Negra Cava Brut er ljóssítrónugult á lit, freyðir ágætlega. Angan af gulum og grænum eplum ásamt sítrusávöxtum. Í munni er góð kolsýra og ágæt fylling, smá ananas og ferskjukeimur. Ágætt eftirbragð. Góð kaup (1.498 kr).
Vínsíðan
Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]