Vínin frá Altos de Rioja hafa vakið mikla lukku undanfarið ár og kemur ekki á óvart því hér eru á ferðinni ákaflega vel gerð vín. Ég valdi Reserva 2007 vín ársins í fyrra og svei mér ef Crianza 2010 hefði ekki líka getað fengið þá nafnbót. Hér er kominn nýr árgangur af því ágæta víni og það stendur líka vel fyrir sínu.
Altos R Crianza Rioja 2012 er dökk-kirsuberjarautt á lit, ungt að sjá. Í nefinu eru plómur, kirsuber, leður og eik, kryddaður ilmur með smá vanillu. Í munni eru Góð tannín, frísklegt berjabragð, ágæt fylling og eftirbragðið heldur sér vel. Vín í góðu jafnvægi sem passar vel með grilluðu lambi eða nauti. Mjög góð kaup (2.235 kr).
Vínsíðan
Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]