Castillo Perelada 5 Fincas Reserva Emporda 2011

Nýlegar sagði ég ykkur frá þriggja-ekru víninu 3 Fincas Crianza frá Castillo Perelada í héraðinu Emporda í norður-Katalóníu.  Hér er komið Reserva-vínið frá þessum ágæta framleiðanda og þið eigið örugglega eftir að verða hrifin af þessu víni.  Það nefnist 5 Fincas því það kemur af fimm vínekrum – Pont de Molins, La Garriga, Espolla, Malaveina og Garbet (þeir sem vilja fræðast nánar um þetta geta kíkt á heimasíðu Perelada)

Castillo Perelada 5 Fincas Reserva Emporda 2011 er gert úr þrúgunum Garnatxa (39%), Syrah (26%), Merlot (26%) og Cabernet Sauvignon (9%).  dökkkirsuberjarautt á lit.  Í nefinu leður, kirsuber, skógarber pipar, eik og ögn af myntu.  Í munninum eru góð tannín, mild sýra, leðrið og kirsuberin áberandi í bragðinu ásamt góðum eikar- og súkkulaðitónum.  Mjög góð kaup (2.920 kr).

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook