Víngerð Jaume Serra er staðsett rétt fyrir utan Barcelona á Spáni og þaðan koma nokkur góð cava-vín. Jaume Serra heyrir undir stórfyrirtækið Garcia Carrión, sem er risi á heimsvísu á vínmarkaðinum. Undir sama hatt heyra t.d. Pata Negra, Senorio de Los Llanos, Mayor de Castilla og fleiri vín sem m.a. fást í hérlendum vínbúðum.
Jaume Serra Cava Brut er gert úr hefðbundum cava-þrúgum en auk þess er dálitlu af chardonnay bætt út í. Vínið er fölgult á lit, freyðir vel, með angan af grænum eplum, sítrus og grænum vínberjum. Í munni er það mjög þurrt, smá eikartónar, pínu bragðdauft. Ágæt kaup (1.499 kr)
Vínsíðan
Smelltu hér til að gefa einkunn[Alls: 0 Meðaltal: 0]