Eins og áður hefur komið fram þá koma flest Cava-vín frá Katalóníu á Spáni, og það gildir einnig um vínið sem hér um ræðir, sem kemur frá hinum ágæta framleiðanda Castello Perelada, sem er staðsett í héraðinu Emporda í norður-Katalíníu. Þetta vín er gert úr þrúgunum Macabeu, Xarel-lo og Parellada.
Perelada sec cava er fallega fölgult á lit, með angan af sítrusberki, gulum eplum og blómum. Í munni freyðir það vel, ágæt fylling, sítrus og eplakeimur, örlítil beiskja í lokin.
1.870 krónur – góð kaup.
Vínsíðan
Smelltu hér til að gefa einkunn[Alls: 0 Meðaltal: 0]