Albali Rosado

Flestir þekkja líklega til Albali-vínanna frá hinum spænska Felix Solis í Valdepenas, en rauðvínin og hvítvínin hafa verið vinsæl í Vínbúðunum. Valdepenas (val de penas þýðir dalur grjótanna) er sunnan við Castile-La Mancha í hjarta Spánar.  Þaðan koma ágæt rauðvín úr Tempranillo-þrúgunni, og frá þessari ágætu víngerð Felix Solis kemur líka rósavín, sem einnig er gert úr hreinu Tempranillo.
albali rosado 2015Viña Albali Rosado 2015 er ljósjarðarberjarautt, frísklegt í nefi og maður finnur greinilega hindber og jarðarber, jafnvel rifsber.  Í munni hefur vínið meðalfyllingu, mild sýra en það er líka smá beiskja í því sem dregur það örlítið niður.  Hentar vel með salati og krydduðum mat (jafnvel asískum mat). Ágætt vín á góðu verði (1.790 kr).

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook