Jacobs Creek Chardonnay Pinot Noir Brut Cuvee

Alveg eins og sumarið er tími rósavíns og „grillvína“ þá er sumarið líka tími freyðivína – líklega eru flest brúðkaup haldin að sumarlagi og það tilheyrir auðvitað að skála í freyðivíni í brúðkaup og fleiri veislum.  Ég ákvað því að það væri orðið löngu tímabært að gera smá úttekt á þeim freyðivínum sem okkur standa til boða í hillum vínbúðanna.  Ég læt kampavínin bíða aðeins, því þeirra tími er frekar í kringum áramótin…

Freyðivín má gróflega skipta í þrjá flokka – þurr, hálfsæt og sæt.  Sætari vínin hafa lægri áfengisprósentu og eru (að mínu mati) mjög góðir svaladrykkir og kannski ágætt að byrja á þeim þegar maður er að kynnast freyðivínum.  Með tímanum þróast smekkurinn svo oftast yfir í þurrari vínin.

jacobs creek sparklingFyrst freyðivínið sem hér verður fjallað um kemur frá Ástralíu.  Jacobs Creek Chardonnay Pinot Noir Brut Cuvee er, eins og nafnið gefur til kynna, þurrt (Brut þýðir þurrt) og gert úr Chardonnay og Pinot Noir.  Það er fallega strágult í glasi, freyðir vel, með angan af sítrus, gulum epli, hnetum og smjör. Frísklegt, gott eftirbragð.  Prýðisgott vín á góðu verði (1.999 kr).

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook