Lífrænt rósavín

Þegar maður prófar vín sem er gert úr Grenache, Syrah og Cabernet Sauvignon þá býst maður við kröftugu rauðvíni, tilbúið að kljást við stórar steikur.  En ef safinn fær aðeins að liggja í mjög stuttan tíma á þrúgunum áður en hann er svo síaður frá þá verður útkoman rósavín.
Pares Balta Ros de Pacs 2015Pares Balta Ros de Pacs 2015 er einmitt gert á þennan hátt (þar að auki lífrænt) úr áðurnefndum þrúgum.  Vínið er látið gerjast í 2 vikur í stáltönkum áður en gerjunin er svo stöðvuð til að halda eftir smávegis af sætu í víninu.    Þetta er fallega bleikt vín, með angan af jarðarberjum, hindberjum og smá kirsuberjum.  Í munni er ágæt blanda af sætu og sýru sem gefur víninu frísklegan blæ.  Hentar vel í garðveisluna, kokteilboðið og með mat – salat, fiskréttir og ljósir kjötréttir.  Ágæt kaup (1.999 kr).

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook