Partývín

Sú var tíðin að hið ástralska Rosemount Shiraz var tíður gestur á heimili okkar og margra vina okkar.  Gott vín á góðu verði sem ávallt féll í góðan jarðveg.  Svo leið tíminn og bragðlaukarnir færðu sig á önnur mið, en Rosemount Shiraz hefur ávallt staðið fyrir sínu í þau skipti sem hann hefur rekið á mínar fjörur eftir það.  Þetta vín er ættað úr McLaren Vale, en þaðan koma mörg þrusugóð vín úr shiraz-þrúgunni.  Það var orðið nokkuð langt um liðið frá því ég smakkaði hann síðast en hannRosemount Shiraz 2014 stendur enn fyrir sínu.  Þegar flett er upp í víndómasafni Wine Spectator er einkunnin nánast alltaf sú sama – 86-89 stig og fær stundum nafnbótina Best Value.
Í hillum vínbúðanna er núna Rosemount Shiraz Diamond Label 2014.  Það er kirsuberjarautt, ungt.  Í nefinu jarðarber, hindber, amerísk eik, leður, timjan og pipar.  Frísklegt í munni, ekki mikil tannín, ágæt sýra.  Hindberjasulta, smá lakkrís og bláber í eftirbragðinu.  Það kostar 2.430 kr – hentar vel með grillinu og í veisluna.

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook