Hér er áhugavert vín frá Ítalíu, nánar tiltekið frá Emilia-Romagna. Þetta er hreint Sangiovese, og þessi tiltekni árgangur er afmælisárgangur, gerður í tilefni þess að 60 ár eru síðan núverandi eigendur eignuðust víngerðina.
Poderi dal Nespoli Sangiovese Romagna Superiore di Prugneto 2014 er dökk-fjólurautt á lit, unglegt að sjá, ekki mikil dýpt. Í nefinu finnur maður kirsuber og hindber, jafnvel trönuber, krydd og örlitla tjöru. Í munni er sami berjakeimur áberandi, frönsk eik og þægileg sýra. Þetta er þægilegt matarvín sem myndi væntanlega smellpassa með bolognese. Ágæt kaup (2.290 kr).
Vínsíðan
Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]