Það er við hæfi að enda vínsmökkun á sætu víni, og ég er alveg afskaplega hrifinn af sætvínum, nánast sama hverrar tegundar þau eru. Oremus framleiðir tvær tegundir af sætvínum, bæði úr Furmint-þrúgum sem hafa orið fyrir áhrifum Botrytis cinerea eða eðalmyglu.
Oremus Late Harvest 2007 er rauðgullið á lit, með angan af eplum, kanil og þurrkuðum ávöxtum, örlítill spíri læðist líka fram. Í munni finnur maður eplapæ og marsipan, góð sæta og eftirbragð sem heldur sér vel. Fer með með gæsalifur og sætum eftirréttum.
Vínsíðan
Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]