Vega Sicilia Unico Reserva Especial

Síðasta rauðvínið sem smakkað var á Master Class Vega Sicilia var að margra mati rúsínan í pylsuendanum. Vega Sicilia Unico Reserva Especial er ekki árgangsvín, heldur er það blanda nokkurra árganga.  Með gerð þessa víns vill Vega Sicilia halda í gamla hefð í víngerð, þar sem hluti uppskeru hvers árs var settur til hliðar og bestu árgangarnir voru notaðir í gerð víns sem átti að vera það besta sem víngerðin bauð upp á, og í Unico Reserva Especial fara aðeins bestu árgangar Unico!
vega sicilia unico reserva especialÞetta vín er blanda árganganna 1991, 1994 og 1995, sem voru mjög góðir – einkum 1994 og 1995.  Vínið hefur þroskast lengi og ætti að vera að sýna sínar bestu hliðar núna.  Þetta vín er aðeins ljósara en Unico 2004 og sýnir augljósan þroska. Í nefinu finnur maður eucalyptus, myndu, leður, rauð ber og útihús.  Í munni hafa tannínin klárað sitt þroskaferli og vínið er orðið silkimjúkt, með mjög góða fyllingu.  Þetta vín kostar rúmlega 23.000 krónur hjá innflyjtanda og það eru nokkuð góð kaup, því maður fær ekki mörg úrvalsvín á þessu verði.

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook