Macán Clasico Rioja 2011

Í Rioja er Vega Sicilia í samstarfi við Benjamin de Rothschild og framleiðir rauðvín sem nefnast Macán og Macán Clasico.  Ólíkt því sem maður á að venjast, t.d. frá Ítalíu, þá er Macán aðalvínið og Macán Clasicó er vín númer 2. Bæði vínin eru hrein Tempranillo sem hafa fengið að liggja í frönskum eikartunnum til að þroskast.
Macán Clasico 2011Macán Clasico Rioja 2011 er blóðrautt á lit, ungt.  Lakkrís, leður, fjólur, kirsuber, pipar, eik, sólber, timjan.  Í munni hratkeimur, stöm tannín. Eikin, fjólurnar og leðrið áberandi í bragðinu, gott jafnvægi en skortir örlítið á fyllinguna, eftirbragðið endist ágætlega.  Ekki fáanlegt í vínbúðunum eins og er en mun líklega kosta í kringum 4.500 kr.  Gott með tudda!

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook