2015-árgangurinn kominn í hillurnar

Það hefur lítið farið fyrir vínsmökkun að undanförnu sökum anna við fermingu og vinnuferð erlendis.  Nú er allt að komast aftur í eðlilegt horf og hægt að halda áfram rannsóknum á vínum.
2015-árgangurinn er farinn að sjást í hillum vínbúðanna, flest þeirra hvítvín og nær öll frá suðurhveli jarðar, sem skýrist af því að þar er haust þegar það er vor hjá okkur, og þeir eru því að jafnaði hálfu ári á undan norðurhvelinu.  Fyrsta 2015-vínið sem ég smakkaði var reyndar Beaujolais Nouveau, en það er í allt öðrum flokki vína og því ekki alveg hægt að telja það með…
adobe chardonnay 2015Adobe Chardonnay Reserva 2015 kemur frá Casablanca í Chile, frá víngerð sem heitir Emiliana, og hér er lífrænt vín á ferðinni.  Það er, eins og nafnið gefur til kynna, gert úr Chardonnay, en örlitlu magni af Sauvignon Blanc og Marsanne hefur verið bætt út í.  Vínið er strágult, unglegt að sjá, með frísklegum sítrusilmi, ásamt perum, ananas og smá stikilsberjum. Í munni er það frísklegt, með angan af sítrus (greip) og ananas, örlítill eikarkeimur og steinefni.  Sæmileg fylling en það endist hins vegar ekki mjög lengi í munni.  Ágætt vín á góðu verði (1.999 kr).

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook