Ég hef svo sem áður játað veikleika minn þegar Sauvignon Blanc er annars vegar. Ég hef hins vegar ákveðnar skoðanir á því hvernig minn Sauvignon Blanc á að vera – perur, sítrus, sólberjablöð (eða kattahland) og góð sýra. Ég vil helst hafa þau frá Loire-dalnum eða Nýja-Sjálandi, líkt og vínið sem hér um ræðir.
Saint Clair Vicar’s Choice Sauvignon Blanc 2014 kemur frá Marlborough á Nýja-Sjálandi. Það hefur dæmigerðan angan af perum, sólberjablöðum, lime og smá papaya. Í munni komu sömu einkenni fram – perur, sólberjablöð og lime, góð sýra. Gott vín á góðu verði (2.499 kr). Hentar vel með ljósu fuglakjöti, fiski og salati.
Vínsíðan
Smelltu hér til að gefa einkunn[Alls: 0 Meðaltal: 0]