Montes Merlot Reserva 2014

Montes Merlot Reserva 2013Í síðasta pistli fjallaði ég um Montes Twins, sem kom mér skemmtilega á óvart.  Í hillum Vínbúðanna er að finna nokkuð margar tegundir Montes-vína, allt frá því víni sem hér verður fjallað um, Montes Merlot Reserva, til Montes Purple Angel, sem er eitt af flaggskipum Montes.  Annað flaggskip, Montes Alpha M, er svo fáanlegt í Fríhöfninni.  Bæði þessi flaggskip eru í miklu uppáhaldi hjá mér en aðeins í dýrari kantinum til að geta talist algeng á mínu heimili.  Í gegnum tíðina hef ég þó geta treyst á þessi vín til að geta gengið að gæðunum vísum, líkt og vín frá Baron de Ley, Beronia, Montecillo og Brancaia (hmmm, áberandi spænskar áherslur í þessari upptalningu).
Montes Merlot Reserva 2014 er dökk-fjólurautt, unglegt að sjá.  Í nefinu finnur maður plómur, sólber og lakkrís, auk þess sem finnast mildir kaffitónar. Í munni koma krækiber, stinn tannín og góð sýra. Gott grillvín og getur líka gengið með föstum ostum. – 1.999 kr.

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 1 Meðaltal: 4]

Vinir á Facebook