Í Alsace í Frakklandi er löng hefð fyrir gerð hágæða hvítvín, einkum úr Pinot Gris og Riesling, en aðrar hvítar þrúgur hafa einnig notið sín vel á þessu svæði. Dopff & Irion á sér langa sögu, en árið 1945 tók René Dopff við stjórnartaumum og nútímavæddi víngerðina með það að markmiði að koma vínum Dopff og Irion á hvert borð.
Dopff & Irion Cuvée René Dopff Pinot Gris 2013 er einmitt dæmi um gæðavín á góðu verði sem á erindi á hvert einasta matarborð. Strágult og fallegt í glasi, með angan af klementínum, perum og hunangi. Í munni koma mjúkir eikartónar ásamt klementínum og perubrjóstsykri, með þægilegum hunangskeim í eftirbragðinu. Prýðilegt vín á góðu verði (2.499 kr). Passar vel með sjávarréttum.
Einkunn:
Vínsíðan
Einkunn lesenda:
Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]