Á síðasta Vínklúbbsfundi smökkuðum við Piccini Villa al Cortile Brunello di Montalcino 2009, sem vakti mikla hrifningu klúbbfélaga. Vínið sýnir góðan þroska, ryðrautt á lit með góða dýpt. Í nefið koma sæt kirsuber, döðlur, jarðarber, kaffi, dökkt súkkulaði, skógarbotn og smá útihús. Í munni er töluvert af tannínum en góð sýra á móti, góð fylling og frábært jafnvægi. Góður kirsuberjakeimur í eftirbragðinu sem helst mjög lengi. Flauelsmjúkt og margslungið vín, sem fær 95 stig – frábært vín!
Einkunn:
Vínsíðan