Langþráður vínklúbbsfundur!

Vínklúbburinn kom saman fyrir skömmu eftir mjög langt sumarfrí og smakkaði að vanda nokkur góð vín. Mæting var með ágætum – allir sem voru staddir á landinu mættu á fundinn, en tveir meðlimir voru erlendis.  Alls voru 5 vín prófuð á þessum fundi og verða þeim gerð skil í nokkrum póstum.
FHubert Lamy Santenay premier cru clos des Gravieres 2013yrst smökkuðum við hvítvín frá Búrgúndí – Hubert Lamy Santenay Premier Cru Clos des Gravieres 2013.  Það er daufgult á lit, unglegt að sjá með fallega tauma.  Í nefið koma strax sítrusávextir, en einnig bananar, möndlur, jarðarber og smá sveitalykt.  Í munninn koma epli, perur og jarðarber, einnig smá krydd – vínið er í góðu jafnvægi, með eftirbragði sem heldur sér vel og lengi.  Vínið vakti mikla hrifningu og fær 90 stig.
Einkunn:

Vínsíðan

Næst smakkaði fundurinn Descendientes de j. palacios Petalos 2013, sem ég hef áður fjallað um hér á Vínsíðunni.  Vínið vakti hins vegar ekki jafn mikla hrifningu hjá klúbbmeðlimum og það gerði hjá mér, og fékk aðeins 85 stig (einn vildi gefa 75 stig).

Vinir á Facebook