Allt frá því að ég bjó í Svíþjóð hef ég haft auga á vínunum frá Ramón Bilbao í Rioja. Þessi vín hafa almennt fengið ágæta dóma og verið tilgreind sem Smart Buy og Best Value í Wine Spectator, og ekki spillir fyrir að verðið hefur verið mjög gott. Nú styttist í að þessi vín komist í hillur vínbúðanna og er það fagnaðarefni, að mínu mati.
Ramón Bilbao Rioja Crianza 2012 er rúbínrautt á lit, unglegt. Í nefinu ilumur af fjólum, plómum, smá leðri, einnig kirsuber og brómber. Í munni koma nokkuð hörð tannín, sýran aðeins áberandi, kryddað, örlítill anískeimur, súkkulaði. Þessi árgangur í Rioja er ekki alveg jafn sterkur og undanfarin 4-5 árin áður, en þetta vín vakti engu að síður hrifningu hjá mér og þeim sem það smökkuðu. Prýðilegt matarvín.