Á hverju ári tilnefnir tímaritið Wine Spectator vín ársins og nú liggur fyrir hvaða vín varð fyrir valinu. Að þessu sinni er það vín frá Kaliforníu sem hlýtur heiðurinn, og líkt og áður eru skiptar skoðanir meðal lesenda. Það sem ræður valinu hverju sinni er blanda af verði, gæðum og svokölluðum X-faktor, þ.e. eitthvað óskilgreint sem gerir vínið spennandi og eftirsóknarvert. Vín ársins, Peter Michael Cabernet Sauvignon Oakville Au Paradis 2012, hlaut 96 stig í einkunn og alls voru framleiddir 1,785 kassar af víninu, og er flaskan seld á $195 í Bandaríkjunum. Gagnrýnin beinist líkt og áður einkum að því að enn og aftur er valið nokkuð dýrt vín sem er framleitt í takmörkuðu magni og því líklega aðeins fáir útvaldir sem fá að njóta þess. Vín ársins selst að jafnaði upp skömmu eftir að tilkynnt er um valið, og þegar valið er vín sem er dýrt og aðeins til í litlu magni, þá er ólíklegt að venjulegir vínáhugamenn nái að verða sér úti um flösku af þessu eftirsótta víni.
Vínið í 4. sæti er athyglisvert fyrir okkur íslendinga, en þetta vín (þ.e. fyrri árgangar) hefur verið fáanlegt í vínbúðum ÁTVR. Núna er 2009-árgangurinn í hillunum, en vonandi kemur 2010 fljótlega í hillurnar. Það er þó viðbúið að þurfi að panta vínið, því líklega hverfur það fljótt úr hillunum.
Hér er annars listinn yfir 10 efstu vínin, en listinn yfir 100 efstu vínin verður svo birtur yfir helgi.