Á vef Wine Spectator hafa sérfræðingar blaðsins tekið saman nokkur ítölsk rauðvín sem henta vel með mat, nánar tiltekið grillmat. Þetta eru allt klassísk Toscana-vín, þ.e. gerð úr Sangiovese, en mín skoðun er sú að þau vín henti oft vel með grilluðu kjöti (bæði lamb, svín og naut). Sum þessara vína eru fáanleg í vínbúðunum:
MARCHESI DE’ FRESCOBALDI Chianti Rufina Nipozzano Riserva 2011 Score: 90 | 3.495 kr
CECCHI Chianti 2013 Score: 89 | $16 – ekki viss hvort þetta vín fáist hérna en Chianti Classico er til í vínbúðunum, þannig að ég læt þetta fljóta með (væri líklega á u.þ.b. 2.000 kr)
CECCHI Chianti Classico 2012 Score: 89 | 2.564 kr
MARCHESI DE’ FRESCOBALDI Toscana Tenuta Frescobaldi di Castiglioni 2012 Score: 88 | 2.895 kr